Guided Tour by artists at 20.00 — Murmur
Sigurður Ámundason, Margrét M Norðdahl
Listamennirnir Margrét M Norðdahl og Sigurður Ámundason verða með leiðsögn um samsýnguna Murr sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi. Þau eiga bæði verk á sýningunni og munu segja frá verkum sínum.
Murr er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna þar sem sjónum er beint að áráttukenndum vinnuaðferðum í myndlist; endurtekningum, reglum og ofureinbeitingu.
Á sýningunni er ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna. Verkin endurspegla mikla breidd í inntaki, þar sem glímt er sjálfsævisöguleg viðfangsefni, djúpstæðan sársauka og dauða, samhliða ljóðrænu hversdagsins, endurtekningum og ryðma í daglegum rútínum, óhlutbundnum formum og kerfum.
Listamenn sem eiga verk á sýningunni:
Ásgrímur Þórhallsson, Bjarni H. Þórarinsson, Deepa R. Iyengar, Halla Birgisdóttir, Jóhann S. Vilhjálmsson, Kjartan Ari Pétursson, Margrét M. Norðdahl, Marta Valgeirsdóttir, Sigurður Ámundason, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Styrmir Örn Guðmundsson.
Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Frítt er inn á leiðsögnina fyrir handhafa Árskorts og Menningarkorts, aðgöngumiði á safnið gildir annars.
Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma.
Opið er til kl. 22.00 í Hafnahúsi alla fimmtudaga
Artists: Sigurður Ámundason, Margrét M Norðdahl