Áhugaverðasta endurlitið 2024: Rauður þráður

Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar.

Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2023 hlýtur sýningin Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem lítur dagsins ljós fyrir tilstilli Öndvegisstyrks Safnaráðs sem Listasafn Reykjavíkur hlaut árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist.

Raudur thradur 2 Hildur Hákonardóttir 2023 LR jósm Vigfús Birgisson

Hildur Hákonardóttir: Raudur þráður, 2023. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Raudur thradur 1 Hildur Hákonardóttir 2023 LR jósm Vigfús Birgisson

Hildur Hákonardóttir: Raudur þráður, 2023. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Raudur thradur 3 Hildur Hákonardóttir 2024 LR jósm Vigfús Birgisson

Hildur Hákonardóttir: Raudur þráður, 2023. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Raudur thradur 4 Hildur Hákonardóttir 2023 LR jósm Vigfús Birgisson

Hildur Hákonardóttir: Raudur þráður, 2023. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Rauður þráður er yfirgripsmikil sýning á ferli Hildar frá upphafi til líðandi stundar og gaf gestum safnsins góða mynd af víðfeðmum ferli þessa merka listamanns sem spannar yfir 50 ár. Sýningin státaði af fjölda lykilverka sem sett hafa mark sitt á íslenskt þjóðlíf og öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu. Réttindi kvenna og umhverfismál hafa lengi vel verið meðal helstu hugðarefna Hildar en hún vinnur út frá málefnum samtíma síns með aðferðum vefnaðar í bland við aðra tækni. Meginmiðill Hildar hefur lengst af verið vefnaðurinn. Hún fléttar saman vefnaði og myndmáli sem orðið hefur að mikilvægri heimild um þjóðfélagsumræðu liðinna ára. Þótt vefnaðurinn hafi oftast orðið fyrir valinu mátti einnig sjá á sýningunni myndbandsverk, innsetningar, ljósmyndir og tölvugerðar teikningar, sem saman veittu heildstætt og greinargott yfirlit yfir feril listamannsins.

Það er mat dómnefndar að sýningin veiti mikilvæga innsýn í einstaka heimsmynd mikilsvirts listamanns og aðgerðarsinna sem er óhrædd við að takast á við áleitin málefni samtíma síns og nýta til þess myndvefnað, fjölbreytt kerfi og aðra tækni. Á síðustu áratugum hefur Hildur skapað mikið höfundarverk og gefur sýningin okkur nýja sýn á starfsaðferðir og feril hennar en ekki síður á íslenska listasögu.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur