Barbara Vanderlinden

Gestur á fyrsta fyrirlestri í röð Umræðuþráða árið 2018 er sýningarstjórinn Barbara Vanderlinden.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og ber heitið The Communication Centre and Anti-Gallery Behind the Museum.

Barbara er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem hefur rannsakað og kennt sýningarfræði og –sögu. Hún var nýverið professor í sýningarstjórn við Listaháskólann í Helsinki. Hún hefur skrifað meðal annars bókina The Manifesta Decade: Debates on Contemporary Art Exhibitions and Biennials in Post-Wall Europe, Cambridge, MA: MIT Press, 2005. Þá var hún gestaprófessor við San Francisco Art Institute. Hún stofnaði og stýrði tvíæringnum í Brussel árið 2008 og var meðstjórnanri annars Manifesta tvíæringsins í Luxemburg, 1998. Á árunum 1996-2006 stofnaði hún og stýrði sýningarstaðnum Roomade, Office of Contemporary Art í Brussel. Meðal verkefna sem hún stýrði þar eru Laboratorium (Antwerpen, 1999), On the desperate and long-neglected need for small events (Brussel, Manahatten Tower, 1996), Indiscipline (Brussel, 2000), Carsten Höller: The Boudewijn Experiment, og Matt Mullican Under Hypnosis (Brussel, 1996-97).

The Communication Centre and Anti-Gallery Behind the Museum. Barbara Vanderlinden, 18. janúar 2018.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5