Bonaventure Soh Bejeng Ndikung
Bonaventure er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og líftæknifræðingur.
Bonaventure er stofnandi og listrænn stjórnandi listamiðstöðvarinnar SAVVY í Berlín og ritstjóri samnefnds tímarits sem fjallar um afríska samtímalist. Hann var einn sýningastjóra Docuemta 14 í Kassel Þýskalandi 2017. Meðal nýlegra sýningstjórnarverkefna má nefna Unlearning the Given: Exercises in Demodernity and Decoloniality, SAVVY Contemporary, 2016; The Incantation of the Disquieting Muse, SAVVY Contemporary, 2016; An Age of our Own Making í Holbæk, MCA Hróaskeldu og Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn, 2016-17; The Conundrum of Imagination, Leopold Museum Vín/ Wienerfestwochen, 2017. Bonaventure hefur kennt og haldið fyrirlestra víða t.d.Tyler School of Art Philadelphia, Deutsche Bank Kunsthalle, Aalto háskólanum Helsinki, Art Basel, Villa Arson Nice, Muthesius Kunsthochschule Kiel, MASS Alexandria, HfbK Hamborg og Gwangju tvíæringnum.
Bonaventure Soh Bejeng Ndikung, 15. febrúar 2018.