Íslenski skálinn 2013

Katrín Sigurðardóttir: Undirstaða

Sýningarstjórar: Mary Ceruti and Ilaria Bonacossa

Katrín Sigurðardóttir Foundation 2013

Verk Katrínar Sigurðardóttur, Undirstaða er upphækkað gólf sem fyrst var sýnt á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Þessi stóra innsetning dregur upp útlínur hefðbundins lystiskála frá 18. öld í sýningarrýmið og teygir sig jafnframt út fyrir veggi þess.

Undirstaða er hugsuð sem þríleikur innsetninga, í fornu þvottahúsi í Feneyjum, í gömlu pakkhúsi í Reykjavík og loks á verkstæði fyrir járnbrautavagna sem eitt sinn var í New York. Með sögulegri tilvísun sinni beinir Undirstaða athygli að fyrra hlutverki sýningarstaðanna og byggingarnar verða nokkur konar hlutgerving á brauðstriti hinna þjónandi stétta. Áhorfandinn gengur inn á gólf hefðarfólksins en er um leið undir þaki verkafólksins. Á hverjum stað munu hinir gömlu veggir leggja sitt af mörkum til að móta verkið og teikna ný mynstur í það.

Saga verksins, skörunin við þrjár ólíkar byggingar í þremur löndum, myndar þannig vísvitandi andsvar við fantasíu barrokkgólfsins. Yfirborð gólfsins endurspeglar einnig flísalögn handverksmanna, en er handgert af Katrínu og félögum á vinnustofu hennar. Gólfið er hins vegar ekki steypt eins og raunverulegt gólf, heldur kaus Katrín að nota efni sem haft er í styttugerð í stað hefðbundinna gólfefna.

„Gólf er staður. Gólf eru föst staðsetning og eðli sínu samkvæmt eru gólf ekki á hreyfingu. En sé hugsað um þau sem skreytt yfirborð, sem sagnfræðilegar minjar og sem fornleifar, þá eru þau oft varðveitt, flutt til, komið fyrir á söfnum, og á öðrum slíkum stöðum þar sem ára þeirra, draugurinn, skugginn og andrúmsloft frá upphaflegri staðsetningu þeirra er endurskapað. Þau verða að sögu í nýju rými og tíma; minningu um líf, siði, menningu, atburði sem sitja í efni þeirra og þyrlast upp úr yfirborði þeirra. Þau verða risavaxnir minjagripir um annan stað, tíma og upplifun.“ 

Katrín Sigurðardóttir

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur