Andreas Brunner til Berlínar

01.10.2024

Myndlistarmaðurinn Andreas Brunner hefur verið valinn úr hópi umsækjenda til dvalar í gestavinnustofunni Künstlerhaus Bethanien í Kreuzberg hverfinu í Berlín í Þýskalandi. Íslenskt myndlistarfólk og myndlistarfólk með sterka tengingu við íslenskt listalíf hefur síðastliðin fimm ár geta sótt um að dvelja í vinnustofunni. Steinunn Önnudóttir mun ljúka sinni dvöl þar í vor og þá er Andreas Brunner næstur.

Andreas Brunner

Andreas Brunner

Andreas Brunner er fæddur í Sviss en hefur búið á Íslandi um árabil. Hann er með bachelorgráðu frá listaháskólanum í Lucerne og meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands. Andreas hefur sýnt víða um heim og hér á Íslandi meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling og Bang og Gerðarsafni. Hann var tilnefndur til hvatningarverðlauna íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2021.

Andreas Brunner_1

Dvölin í Künstlerhaus Bethanien er fjármögnuð af Menningarmálaráðuneytinu og minningarsjóðnum Viljandi. Gestavinnustofan Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974 og er ein virtasta og rógrónasta stofnun Þýskalands á þessu sviði. Að jafnaði starfa um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina og skapast við það öflugt samstarf og tengslanet alþjóðlegra samtímalistamanna.

Andreas Brunner_2

Listamenn sem dvelja í vinnustofunni hafa aðgang að sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa í samtímamyndlist. Stofnunin heldur utan um  sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Rúsínan í pylsuendanum er svo einkasýning sem hver listsamaður sem dvelur í vinnustofunni heldur á vegum Künstlerhaus Bethanien. 

Andreas Brunner_3

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur