Árslangri veðurskráningu lokið hjá Einari Fal Ingólfssyni

27.06.2023

Listamaðurinn Einar Falur Ingólfsson hefur síðastliðið ár unnið að skrásetningu veðursins sem hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu World Weather Network. Kjarni verkefnisins er að nota aðferðir lista til að kortleggja og vekja athygli á veðurfarsbreytingum í tengslum við loftslagsvánna með það að leiðarljósi að opna á nýjar leiðir til að fylgjast með, hlusta á og lifa með veðrinu.

Einar Falur nálgaðist verkefnið að hluta með því að kynna sér veðurlýsingar frá Árna Thorlacius (1802-1981) frá Stykkishólmi. Elstu veðurlýsingarnar eru 170 ára gamlar og eru almennt taldar upphaf veðurstöðvakerfisins á Íslandi. Árni var skipstjóri, vísindamaður, heimsborgari, kaupmaður, bóndi og farmaður. Hann hóf að skrásetja veðurathuganir í dagbók árið 1845. Fyrst mældi hann hita og loftþrýsting en nokkrum árum seinna bætti hann við úrkomu- og sjárvarhitamælingum. Árni viðhélt skrásetningu til 1889 og í kjölfarið tók sonur hans við og hafa veðurathuganir haldið áfram sleitulaust í Stykkishólmi síðan þá.[1]

Einar hóf verkefnið sem staðarlistamaður í Vatnasafni á Stykkishólmi og vann þar í hálft ár. Eins ferðaðist hann víðsvegar um landið á meðan á verkefninu stóð. Á þeim tíma ljósmyndaði hann daglega himininn um hádegisbil. Seríuna nefnir Einar „Útlit loptsins“ og vísar í fyrrnefnda dagbók Árna, sem ber sama heiti og er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Sem hluti af ferlinu deildi Einar vikulega ljósmynd af himninum ásamt opinberri veðurskráningu frá staðnum og hliðstætt eldri skráningu frá Árna. Þannig parar Einar saman fortíð og nútíð, texta og ljósmynd, listir og vísindi.

Eins hefur samantekt verka hans birst reglulega á vefsvæði verkefnisins World Weather Network. Þar er einnig að finna veðurfréttir frá öðrum þátttakendum í verkefninu sem dreifist yfir 28 löndSíðan á sumarsólstöðum 2022 hefur hópur myndlistarfólks og rithöfunda, undir yfirskriftinni Veðurnet heimsins, sent frá sér „veðurfréttir“ í formi hugleiðinga, sagna, mynda og þankabrota um veðurfar á heimaslóðum þeirra og okkar sameiginlega loftslag, sem saman munu svo skapa heilan klasa radda og skoðana á nýjum, alþjóðlegum vettvangi. 

Serían „Útlit loptsins“  verður sýnt, meðal annarra verka Einars um veðrið og tímann, í Listasafninu á Akureyri eftir rúmt ár.

[1] https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1414157/

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5