
Myndlistarmiðstöð auglýsir til umsóknar þriggja mánaða vinnustofudvöl við International Studio & Curatorial Program í New York. Dvölin stendur frá júní – ágúst 2026.
Boðið er upp á rúmgóða einkavinnustofu sem listamaður hefur aðgang að allan sólarhringinn. Stofnunin skipuleggur reglulegar vinnustofuheimsóknir til gestalistamanna frá sýningarstjórum og fagfólki, heimsóknir á söfn, gallerí og sýningarstaði og fyrirlestra.
Dvölin hjá ISCP býður upp á öflugt alþjóðlegt tengslanet, hvort sem um er að ræða alþjóðlega listamenn og sýningarstjóra, safnafólk, blaðamenn eða aðra sem sem starfa innan geirans.
Styrkurinn er fyrir vinnustofudvölinni, en ekki framfærslukostnaði. Styrkurinn er fjármagnaður af Myndlistarráði.
Forval umsókna er í höndum Myndlistarráðs, en lokaval er í höndum fagnefndar ISCP. Umsóknarfrestur rennur út 19. maí 2025. Sækja má um hér
Vinsamlega sendið eftirfarandi gögn með umsókninni:
- Ferilskrá, hámark 5 síður
- 10 ljósmyndir af verkum eða hlekkir á myndbönd. Taka skal fram titil, ártal, miðil og stærð eða lengd hvers verks. Auk þess má vera stuttur texti með lýsingu á verki.
- Ef við á má senda afrit af greinum eða gagnrýni, hámark 10 síður
- Ef við á má senda 2-3 afrit af sýningarskrám eða útgefnu efni
- Meðmælabréf
Auglýst verður aftur eftir umsóknum í mars 2026 fyrir árið 2027.