Fjöldi þátttakenda frá Íslandi á CHART 2024

27.08.2024

Norræna listamessan CHART fer fram í Kaupmannahöfn helgina 29. ágúst - 1. september í ár. Þessi árlega listamessan verður sett í Charlottenborg við Kóngsins nýjatorg í miðborginni en einnig verða fjöldi viðburða í Tívolí. Þrjú gallerí á Íslandi taka þátt í messunni og fjöldi listamanna. Markmið messunnar í ár er að leiða saman alþjóðlega þekkta listamenn og nýja kynslóð rísandi stjarna. Á vegum BERG Contemporary sýna myndlistamennirnir Þórdís Erla Zoëga og John Zurier. i8 gallerí sýnir verk eftir tólf listamenn. Það eru Birgir Andrésson, Ingólfur Arnarsson, Ólafur Elíasson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Roni Horn, Callum Innes, Ragnar Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir, Karin Sander og Lawrence Weiner. Í bíósal verða ennfremur sýnd viðtöl við Ragnar Kjartansson, Roni Horn, Karin Sander og Sigurð Guðmundsson í samstarfi við Louisiana Channel. Þula gallerí sýnir verk eftir tvo listamenn, þau Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og Davíð Örn Halldórsson. Margrét Bjarnadóttir listakona sýnir sviðsverkið PEOPLE PLEASE á Kóngsins nýjatorgi á föstudegi og laugardegi. Með henni verður hópur af fólki sem mun ganga um torgið með mótmælaspjöld með textum eftir Margréti. 

Margrét Bjarnadóttir - listakona - CHART 2024

Margrét Bjarnadóttir, listakona.

Ragnar Kjartansson, CHART 2024.

Ragnar Kjartansson, listamaður.

Roni Horn, listakona, CHART 2024.

Roni Horn, CHART 2024.

Þórdís Erla Zoëga, listakona, CHART 2024

Davíð Örn Halldórsson, listamaður, CHART 2024

Davíð Örn Halldórsson, listamaður, CHART 2024

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, listakona, CHART 2024

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, listakona, CHART 2024

Þórdís Erla Zoëga, listakona, ljósmynd: Sunna Ben.

Þórdís Erla Zoëga, listakona, ljósmynd: Sunna Ben.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur