I will keep close to you í Künstlerhaus Bethanien.

28.03.2023

Sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur I will keep close to you opnar nú á dögunum í Berlín í myndlistarmiðstöðinnni Künstlerhaus Bethanien. Sýningin sem opnar 8. apríl markar lok eins árs vinnustofudvalar hennar við KB. Vinnustofudvölin veitti Önnu aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess hefur Bethanien haldið utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir hana. Anna Júlía hugsar til baka um árið sem að hún hefur dvalið í Berlín og segir okkur hvaða merkingu vinnustofudvölin hefur haft fyrir hana. Hún ræðir hvernig hún hefur notið þess að búa og starfa þar og hvað hún sé þakklát fyrir meiri tíma til einbeita sér algerlega að sinni vinnu. 

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir í undirbúningi fyrir einkasýningu sína í Künstlerhaus Bethanien, Berlin.

Stúdíóið í Künstlerhaus Bethanien er algjört drauma stúdíó, stórt og bjart og á frábærum stað í Krauzberg. Mikilvægur þáttur dvalarinnar eru stúdíóheimsóknir fræðimanna og sýningarstjóra, þessi samtöl eru ómetanleg. En það sem stendur uppúr hefur verið vinna og undirbúningur fyrir tvær einkasýningar í Berlín og öllu sem því fylgir. Ég hef unnið mörg ný verk hérna með mjög ólíkum aðferðum sem hefur verið mjög skemmtilegt ferli.  Núna er ég að leggja lokahönd á sýninguna mína í KB og er að vinna að tilraunakenndri innsetningu inní rýmið. Ég hef fengið mikla hjálp frá stofnuninni, starfsfólki og utanaðkomandi samstarfsaðilum sem hefur gert vinnuna lifandi og lærdómsríka.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Sýningin I will keep close to you verður til sýnis út apríl, en sýningin lokar 30 apríl. Ef að förinni er heitið til Berlínar þá er tilvalið að nýta tækifærið og heimsækja sýninguna. Anna Júlía hefur unnið mikið með kopar sem meginefnivið sýningarinnar. Þar sem sýningin samanstendur af fjórum kallmerkjum og vinnur mikið með koparplötur í þeim skilningi. M. Manoukian skrifar sýningartextann og sjálf skrifaði Anna Júlía um eitt þessara verka sem sést hér að neðan. 

Anna Júlía, XL (Visibility is decreading), æting á koparplötu, 2023.

Koparplatan á myndinni er hluti af verkinu XL (Visibility is decreading) sem er kallmerki sem verður stafað í morse kóða með koparplötum. Dagblaðið er líka hluti af verkinu. Sýningin heitir “I will keep close to you” og samanstendur af fjórum kallmerkjum en kopar er aðalefniviðurinn.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir var valin úr hópi umsækjenda til árs vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Vinnustofudvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien, sýningin I will keep you close er einkasýning Önnu sem lýkur vinnustofudvöl hennar með hvelli. Vert er að minnast annarrar einkasýningar Önnu Júlíu á meðan á vinnstofudvöl hennar stóð. Sýningin LAST SEASON stóð opin frá 15 september til 22 október á síðasta ári. 

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, LAST SEASON, yfirlit frá innsetningunni í Gallery Gudmundsdottir, Berlin, 2022.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur þvert á miðla og skoðar mengið á milli vísinda og menningar í verkum sem taka mið af samtíma og sögulegum málefnum. Hún lauk MA gráðu frá Manchester School of Arts, Manchester Metropolitan University, 2004 og BA Fine Art gráðu frá London Guildhall University 1998. Áður stundaði hún nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993-95. Anna Júlía starfaði sem verkefna- og sýningarstjóri í i8 gallerí 2008-2015 og var meðstofnandi og ritstjóri myndlistartímaritsins Sjónauka sem var gefið út á árunum 2007-2009. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið fjórar einkasýningar á Íslandi en hún var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg. Hún vakti mikla athygli fyrir framlag sitt á sýningunni Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur. 

Ljósmynd af listamanni, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir við innsetningu sína á fyrrnefndri sýningu, Phosphoros, 2021.

Nánari upplýsingar um listamanninn má nálgast hér 

Styrmir Örn Guðmundsson dvaldi á vegum verkefnisins í Künstlerhaus Bethanien 2020-2021 og nú dvelur myndlistarkonan Elín Hansdóttir þar til vors 2022. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5