Jólasýningar með samtímamyndlist

05.12.2022

Í aðdraganda jólahátíðarinnar er hefð fyrir því að sýningarstaðir opni sérstakar sýningar með fjölbreyttu úrvali verka. Í ár er engin undantekning og er fjölbreytnin í fyrirrúmi.

Listval hefur verið með aðsetur í Hörpu í eitt 1 ár og fagnar þeim tímamótum með viðamikill Jólasýningu á 300 verkum eftir um 100 listamenn. Verkin eru einnig aðgengileg á vefsíðu Listvals.

Í Ásmundarsal stendur yfir Jólasýning með verkum eftir 32 listamenn. Þetta er fimmta sinn sem Ásmundarsalur skipuleggur sölusýningu í aðdraganda jólana og í þetta sinn er einnig gefin út bók þar sem verk, viðtöl og vinnustofuheimsóknir færa lesendum innsýn í vinnuferli og sköpunarkraft listamanna sem standa að sýningunni.

Listamannarekna rýmið Gallerí Port flutti nýlega á Laugavegi 32. Þar opnaði sjöunda árið í röð veglega sýningu sem ber titilinn Jólagestir Gallery Port. Samsýningin Laufabrauð var opnuð samhliða, í umsjón Joe Keys.

Ennfremur mun Flæði bjóða upp á jólamarkað dagana 3., 10. og 17. desember. Markaðurinn ber titilinn Jólaflæði og í boði eru verk eftir 14 listamenn. Hægt er fylgjast nánar með hérna: https://www.facebook.com/flaediartvenue

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur