Kominn tími til er yfirskrift Sequences X

17.09.2021

„Kominn tími til“ er yfirskrift tíundu Sequences hátíðarinnar sem haldin verður dagana 15.-24. október næstkomandi. Vísar yfirskrift hátíðarinnar í það samfélagsrými augnabliksins sem hátíðin skapar sér hverju sinni. Yfir 35 listamenn taka þátt.  Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl eru í eðli sínu mörkuð af augnablikinu og samhengi þeirra. Meðvitað og ómeðvitað fléttast inn í samtölin sá tíðarandi og ríkjandi hugmyndir í samfélaginu hverju sinni. Þar sem hugmyndir innan samfélaga eru kvikar og breytingum háðar, líkt og samfélögin sjálf, gefst kostur á að lesa í flæði tímans og þróun hinna ýmsu samfélagslegu hugmynda. Að hreyfa við viðteknum hugmyndum samfélagsins gerir okkur kleift að hreyfa við tímanum.

Hátíðin í ár skartar fjölbreyttum hópi listamanna sem eiga það sameiginlegt að vera gjafmildir á tíma sinn, hugmyndir og sköpunarkraft. Þeir eru færir um að drífa áfram verkefni og skapa aðstæður fyrir samtöl og þátttöku. Þannig verða oft til listaverk sem felast í beinum samskiptum listamannsins við tiltekið rými eða umhverfi og þau tengsl við áhorfendur sem verkið skapar. Samtal listamannsins og meðtakandans getur svo orðið að listaverki útaf fyrir sig, í formi sem lifir órætt í huga þess sem meðtekur. Verður þá til listaverk sem miðla mennskunni og hugmyndum um mannlegt ástand og frelsi.

Elísabet Jökulsdóttir & Matthías Rúnar Sigurðsson: Þetta líður hjá / This will pass

Listaverkið Þetta líður hjá eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur

Heiðurslistamaður Sequences X – Kominn tími til er Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Elísabet hefur þá hæfileika að geta spunnið þræði á milli ólíkra listforma og notar rödd sína til þess að segja hlutina hispurslaust, en minnir okkur á töfrana.

Elísabet býr yfir tungumáli gyðjunnar og birtist okkur í ólíkum myndum; skapar og eyðir til skiptis, er utan og innan við og leikur sér að því að dansa á línunni þar á milli. Í verkum sínum er Elísabet greinandi á eigið sjálf og þjóðarinnar og tekst á við hið útópíska hlutverk listarinnar sem hreyfandi afli í samfélaginu. Liggur styrkur hennar í því lifandi og margbreytilega sambandi sem hún á við áhorfendur og áheyrendur sína, þar sem hún sjálf er sem almenningslistaverk sem stöðugt hreyfir við hugmyndum samfélagsins og hreyfir þannig við tímanum og tekur þátt í hinni eilífu endursköpun heimsins.

„Það er yfirleitt ekki tekið fram í sköpunarsögum trúarbragðanna að verið sé að skapa heim í fyrsta sinn. […] En á meðan annað er ekki tekið fram má hugsa sér að verið sé að skapa heiminn uppá nýtt en ekki nýjan heim. Kannski var heimurinn búinn að skapast og eyðast svo oft að það þótti við hæfi að skrifa það niður, og þá tók því ekki að segja: Í hundraðasta sinn var tóm…“  

– Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Hryggjarstykki hátíðarinnar verður fjölbreytt, þverfagleg sýningar- og viðburðardagskrá með þáttöku yfir 35 íslenskra og erlendra listamanna með ólíkan bakgrunn; danshöfundar, skáld, tónskáld, hönnuðir og myndlistarmenn. Þá mun hátíðin teygja anga sína víða um borgina og út á land; Marshallhúsið úti á Granda, sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang, Open, Flæði, Bíó Paradís, Tjarnarbíó, Post-húsið, ELKO Granda, Hafnarborg, Þjóðskjalasafnið, Kaktus, Skaftfell og Gallerí Úthverfa.

Listamenn þeir sem taka þátt í Sequences x eru eftirfarandi:

Andreas Brunner (CH/IS)

Anna Margrét Ólafsdóttir (IS)

Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS)

Berglind María Tómasdóttir (IS)

Bergrún Snæbjörnsdóttir (IS)

Björk Guðnadóttir (IS)

Dagur Hjartarson (IS)

Dodda Maggý (IS)

Erik DeLuca (US/IS)

Éliane Radigue (FR)

Freyja Reynisdóttir (IS)

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (IS)

Gunnar Jónsson (IS)

Gunnhildur Hauksdóttir (IS)

Helena Jónsdóttir (IS)

Julia Eckhardt (BE)

Lucky 3 – Darren Mark (IS), Dýrfinna Benita Basalan (IS) og Melanie Ubaldo (IS)

Miles Greenberg (CA)

Nemendur í 6. bekk í Fellaskóla (IS)

Nýlókórinn (IS)

Pétur Magnússon (IS)

Ræktin – Agnes María Ársælsdóttir (IS), Bára Bjarnadóttir (IS), Svanhildur Halla Haraldsdóttir (IS) og Vala Sigþrúður Jónsdóttir (IS)

Sigtryggur Berg Sigmarsson (IS)

Sigurður Guðmundsson (IS)

Sæmundur Þór Helgason (IS)

RASK Collective – Sóley Sigurjónsdóttir (IS), Ida Juhl (IS/DK), Kateřina Blahutová (CZ)

Tunglið forlag – Dagur Hjartarson (IS), Ragnar Helgi Ólafsson (IS)

Sýningarstjórar Sequences X eru Þóranna Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5