Laus staða í ritstjórn Myndlist á Íslandi

03.09.2024
Myndlist a islandi tolublod 1-3

Myndlist á Íslandi leitar að nýjum aðila í ritstjórn tímaritsins. Sem hluti af þriggja manna ritstjórn mun þessi einstaklingur nýta þekkingu sína og reynslu í að ritstýra og vinna að fimmta tölublaði tímaritsins, sem kemur út í mars 2025. Um er að ræða greidda verktakastöðu sem býður viðkomandi tækifæri til að hafa bein áhrif á efni og þróun tímaritsins. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við og rýna í orðræðu og hugmyndir samtímamyndlistar á Íslandi, sem og í alþjóðlegu samhengi, eða á samskeytum þessara sviða, á skapandi, drífandi og skilvirkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Að halda utan um, rýna og ritstýra efni tímaritsins, auk þess að leggja mat á innsendar tillögur.

- Að sinna hugmyndavinnu og útdeila verkefnum í samráði við aðra meðlimi ritstjórnar.

- Að vinna með og eiga í samskiptum við höfunda og aðra sem leggja efni til tímaritsins.

- Að veita höfundum endurgjöf og stuðning við mótun greina frá fyrstu drögum til lokaútgáfu.

- Að hafa umsjón með prófarkalestri og þýðingarvinnu í samráði við aðra meðlimi ritstjórnar.

- Að sjá til þess að textar uppfylli viðmið um frágang og gæði.

- Að halda utan um tímaáætlun gagnvart höfundum og tryggja að útgáfa tímaritsins standist áætlun.

- Að vera í samtali við hlutaðeigandi aðila (stjórn Myndlistar á Íslandi).

- Að móta stefnu tímaritsins og þróun þess til lengri tíma litið.

Hæfniskröfur

- Reynsla af ritstjórn og útgáfu, meðferð ritaðs máls, miðlun og mótun efnis.

- Þekking á samtímalist og íslenskri myndlistarsenu.

- Skipulögð vinnubrögð, nákvæmni og góð yfirsýn.

- Frumkvæði, sveigjanleiki og færni í að vinna í teymi.

- Geta til að skila verkefnum á tilsettum tíma.

- Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku.

- Háskólamenntun (B.A./B.S.) sem nýtist í starfi.

Hafa samband

Sendið ferilskrá og stutt kynningarbréf (hámark 250 orð) á myndlistaislandi@gmail.com.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmar Hólm í síma 663-1609.

Umsóknarfrestur: 16. september 2024.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áætlaður tími verkefnisins er frá lokum september 2024 til loka maí 2025.

Um Myndlist á Íslandi

Myndlist á Íslandi kemur út í mars á ári hverju. Útgáfan er samstarfsverkefni fjölmargra aðila en í stjórn blaðsins sitja fulltrúar Myndlistarmiðstöðvar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarráðs, Listfræðafélag Íslands og Listaháskóla Íslands. Markmið útgáfunnar er að vera öflugur vettvangur fyrir hugmyndir, gagnrýni og þekkingu á myndlist á Íslandi sem og að vera heimild um hreyfingar innan samtímalistar og myndlistarsenunnar á Íslandi. Tímaritið er gefið út á prenti á íslensku og ensku.

Myndlist a Islandi tbl 4

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur