Libia Castro & Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaunin

09.03.2021

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.

Tvíeykið Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. 1973) sviðsettu í samvinnu við Töfrateymið stóran myndlistarviðburð Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland á árinu. Verkið er fjölradda tónlistar- og myndlistargjörningur við hundrað og fjórtán greinar nýrrar stjórnarskrár Íslands sem kosið var um í október 2012 og nær tveir þriðju hlutar samþykktu. Áræðið og úthugsað þátttökuverk sem varpar ljósi á mátt listarinnar og efnir til umræðu um sjálfan grunn samfélagssáttmálans.

Íslensku myndlistarverðlaunin 2021 - Olafur og Libia - I leit ad tofrum - Ljosmynd: Owen Fiene

Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland við Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Ljósmynd: Owen Fiene.

Listin og töfrarnir geta leyst okkur úr álögum og hvatt okkur til þess að taka þátt. Tvíeykið vill heyra raddirnar, okkar allra sem lifum í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi og skapa til þess listrænan vettvang. Verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland er ákall um aðgerðir en jafnframt vandað tónlistar- og myndlistarverk sem snertir marga innan lista sem utan. Heiður er að veita tvíeykinu Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni Íslensku myndlistarverðlaunin 2021.

Una Björg Magnúsdóttir hlaut Hvatingarverðlaunársins

Una Björg hlaut Hvatingarverðlaunársins fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 16. jan. – 15. mars 2020.

Hvatningarverðlaun 2021: Una Björg Magnúsdóttir

Una Björg Magnúsdóttir. Ljósmynd: Owen Fiene.

Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) starfar í Reykjavík. Hún lauk B.A.-gráðu í myndlist við Listaháskóla Íslands 2014 og stundaði síðar M.A. nám í myndlist við École cantonale d’art de Lausanne í Sviss, þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Una Björg hefur verið virk á sýningarvettvangi hérlendis frá því að hún lauk námi, hlotið styrki, listamannalaun og átt frumkvæði að áhugaverðum samsýningum og uppákomum á myndlistarsviðinu.

Íslensku myndlistarverðlaunin 2021 - Una Bjorg Magnusdottir - Mannfjoldi - LR

Una Björg Magnúsdóttir hlaut Hvatingarverðlaun ársins fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 16. jan. – 15. mars 2020.

Titill sýningarinnar Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund er fengin að láni frá sjónhverfingarmanninum David Copperfield, er lét fólk hverfa sporlaust á sviði í Las Vegas. Hið ómögulega gert mögulegt í einni sjónhendingu. Una Björg stígur fram á sviðið á áhrifaríkan hátt með sýningu sinni og heiður er að veita henni Hvatningarverðlaunin 2021.

Eftirfarandi myndlistarmenn voru tilnefndir til Hvatningarverðlauna ársins 2021:

  • Andreas Brunner fyrir Ekki brotlent enn, í D-sal í Listasafni Reykjavíkur.
  • Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar.
  • Una Björg Magnúsdóttir fyrir Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund í D-sal, Listasafni Reykjavíkur.

Í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020-21 sátu:

  • Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð)
  • Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (Listfræðafélag Íslands)
  • Helga Óskarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna)
  • Valur Brynjar Antonsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna)
  • Þorbjörg Jónsdóttir (Listaháskóli Íslands)

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur