Melanie Ubaldo valin til vinnustofudvalar við ISCP

18.07.2024
Ubaldo

Melanie Ubaldo hefur verið valin úr hópi umsækjenda til vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við ISCP í New York.

Dvölin stendur frá yfir í þrjá mánuði árið 2025. Vinnustofudvölin veitir listamönnum aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja.

Melanie Ubaldo (f. 1992 í Fillipseyjum) útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Melanie hefur tekið þátt í ýmsum sýningum hérlendis og erlendis. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn árið 2021 og er jafnframt stofnandi listamannaþríeykisins Lucky 3 sem hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Verkin hennar má meðal annars finna í safneign Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, öðrum opinberum stofnunum og í einkaeigu.

Sjálfsævisöguleg, einlæg og beinskeytt verk um fjölbreyttar birtingarmyndir valds, fordóma og mismunun einkenna listferli og sköpun Melanie og birtast í samansaumuðum málverkum sem innihalda fordómafulla texta sem vísa í hennar eigin reynslu af hegðun annara í hennar garð ásamt þess að notast við innsetningar sem takast á við minningar, sjálfsmynd og uppruna. Verkin afhjúpa valdið sem felst í fordómum og eyðandi áhrifum þeirra á þolendur.

Melanie Ubaldo
Farðu til helvítis
veggverk

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5