Myndlistarsýningar vítt og breitt um landið

28.06.2024

Suðurland

Í Hveragerði er Listasafn Árnesinga með metnaðarfulla sýningadagskrá að vanda. Þar standa yfir sýningar Hrafnkels Sigurðssonar, Erlu S. Haraldsdóttur, Kristins Más Pálmasonar, Siggu Bjargar Sigurðardóttur og Mikel Lind. Á Listasafni Reykjanesbæjar standa yfir bæði einkasýning Erlings Jónssonar og sýning á verkum úr safneign.

Austurland

Nr. 5 Umhverfing er ferðalag um sveitafélagið Hornafjörð. Þar sýnir myndlistarfólk sem á þangað rætur að rekja eða hefur sest þar að.

Fyrstu helgina í júlí opnar á Djúpavogi sýningin Rúllandi snjóbolti í sextánda sinn. Sýningin er samstarfsverkefni ARS LONGA samtímalistasafns og Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen í Kína.

Í Sláturhúsinu á Egilsstöðum má finna tvær ljósmyndasýningar; Hreindýraland Skarphéðins G. Þórssonar og samstarfsverkefni Agnieszka Sosnowska og Ingunnar Snædal.

Einkasýning Mark Wilson og Bryndísar Snæbjörnsdóttur Sjávarblámi opnaði á dögunum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni rekja þau ferðir hvala um Íslandsstrendur.

LungA hátíðin fer svo fram á Seyðisfirði dagana 15. - 21. júlí. En þetta er í síðasta sinn sem hátíðin fer fram.

Norðurland

Fjölbreyttar sýningar standa yfir á Listasafninu á Akureyri í allt sumar. Í Flóru á Akureyri stendur yfir sýning á verkum Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Ragnars Kjartanssonar. Á Safnasafninu á Svalbarðseyri má finna ellefu fjölbreyttar sýningar.

Í Óskarsbragga á Raufarhöfn opnar sýningin Túndran og tifið á Sléttu þann 4. júlí.

Vesturland

Á Ísafirði er tilvalið að heimsækja Listasafn Ísafjarðar, Gallerí Úthverfu eða Slunkaríki í Edinborgarhúsinu. Í Selárdal er svo hægt að fara á Listasafn Samúels Jónssonar sem opið er allt sumarið. Ef stefnan er tekin á Strandir er tilvalið að koma við á Verksmiðjunni í Djúpuvík sem verður opin í allt sumar, en þar stendur yfir stór samsýning.

En þetta er aðeins brot af þeim spennandi sýningum sem finna má um allt land. Smellið hér og skoðið sýningardagatalið okkar þar sem sjá má upplýsingar um allar helstu sýningar hverju sinni.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5