Sæmundur Þór Helgason til New York

02.07.2025
Sæmundur Þór Helgason, ljósmynd: Verena Blok

Myndlistarmaðurinn Sæmundur Þór Helgason hefur verið valinn úr hópi umsækjenda til vinnustofudvalar hjá International Studio & Curatorial Program (ISCP) í New York sumarið 2026. Dvölin spannar þrjá mánuði og er fjármögnuð af Myndlistarráði.

Sæmundur Þór vinnur með ýmsa miðla menningar þar á meðal kvikmyndagerð, fjármál, tísku og fjölmiðla. Verk hans snúa gjarnan samtímanum að sjálfum sér í þeim tilgangi að hafa áhrif á ímyndunarafl almennings og verða þannig virkt afl í samfélaginu. Árið 2025 stofnaði Sæmundur lánasjóðinn ‘Stichting SB’ í Amsterdam sem veitir vaxtalaus lán. Hann var með vinnuaðsetur hjá Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 2020 - 2022.

Í New York fá gestalistamenn rúmgóða einkavinnustofu til afnota. Á meðan á dvölinni stendur skipuleggur ISCP reglulegar vinnustofuheimsóknir til listamanna frá sýningarstjórum og fagfólki. Farið er á söfn og aðra sýningarstaði og fyrirlestra þegar þeir bjóðast. Listamenn sem dvelja hjá ISCP fá aðgang að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.

Sæmundur Þór er þriðji listamaðurinn sem hefur verið valinn til ISCP. Nú í sumar er Melanie Ubaldo í New York og árið þar á undan var það Kristín Helga Ríkharðsdóttir sem dvaldi hjá stofnuninni. 

Sæmundur Þór Helgason, ljósmynd: Verena Blok

Sæmundur Þór Helgason, ljósmynd: Verena Blok

Solar Plexus Pressure Belt G2, 2023. Birt með leyfi listamannsins.

Solar Plexus Pressure Belt G2, 2023. Birt með leyfi listamannsins.

Why is Iceland so Poor?, 2024, Nýlistasafnið, birt með leyfi listamannsins.

Why is Iceland so Poor?, 2024, Nýlistasafnið, birt með leyfi listamannsins.

Mantis, 2022, birt með leyfi listamannsins.

Mantis, 2022, birt með leyfi listamannsins.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5