Styrmir Örn Guðmundsson til Künstlerhaus Bethanien

11.05.2020

Styrmir Örn Guðmundssonhefur verið valinn til vinnustofudvalar í Künstlerhaus Bethanien frá vori 2020 fram á vor 2021.Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur gert samkomulag við  Künstlerhaus Bethanien um vinnustofudvöl íslenskra myndlistarlistamanna í Berlín til fimm ára eða frá 2020-2025. Hver dvöl spannar eitt ár. 

Styrmir Örn Guðmundsson (f.1984) er maður frásagna og gjörninga auk þess sem hann syngur, býr til hluti og teiknar. Hann laðast að hinu fjarstæðukennda að því leytinu til að hann hefur ástríðu sem jaðrar við þráhyggju fyrir hinu fáránlega, bjánalega eða skrítna, en á sama tíma hefur hann blítt og hugulsamt viðhorf gagnvart því: hann hugsar vel um hið fjarstæðukennda, hann hjálpar því að þroskast, hann gefur því rými þar sem það getur bæði orkað stuðandi og þægilegt. Styrmir býr í Berlín.

Dvölin er fjármögnuð af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Viljandi, minningarsjóði.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5