Gabriele Knapstein
Dr. Gabriele Knapstein listfræðingur og sýningarstjóri Hamburger Bahnhof var gestur Umræðuþráða árið 2019.
Fyrirlesturinn fór fram á ensku og bar heitið „Confirming and Questioning the Canon. On Exhibiting the Collection of the Nationalgalerie at Hamburger Bahnhof – Museum für Gegenwart – Berlin”
Listfræðingurinn og sýningarstjórinn Gabriele Knapstein fæddist árið 1963 og býr og starfar í Berlín. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu árið 1999 og fjallaði doktorsverkefni hennar um afburða tónlist eftir flúxus listamanninn George Brecht. Gabriele hefur unnið sem sýningarstjóri hjá Institute of Foreign Cultural Relations (ifa), ásamt öðrum stofnunum, síðan árið 1994. Árin 1999-2001 og frá árinu 2003 hefur Gabriele sinnt sýningarstjórn hjá samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín og í byrjun árs 2012 fékk hún stöðu yfir-sýningarstjóra. Haustið 2016 tók hún við stöðu safnstjóra Hamburger Bahnhof. Frá árinu 1999 hefur hún borið ábyrgð á verkefninu “Works of Music by Visual Artists” (meðal listamanna eru: Hanne Darboven, Rodney Graham, Christian Marclay, Carsten Nicolai, Janet Cardiff & George Bures Miller, Ryoji Ikeda ásamt öðrum og haustið 2019 verður það Cevdet Erek). Af fyrri sýningum hennar má nefna: „Bruce Nauman. Dream Passage” (2010), „Architektonika. Art, Architecture and the City” (2011-2012), „Susan Philips. Part File Score” (2014), „Black Mountain. An Interdisciplinary Experiment 1933-1957” (2015), „Moving is in every direction. Environments – Installations – Narrative Spaces” (2017), „Hello World. Revising a Collection” (2018).
Confirming and Questioning the Canon. On Exhibiting the Collection of the Nationalgalerie at Hamburger Bahnhof – Museum für Gegenwart – Berlin, Gabriele Knapstein, 24. apríl 2019.