Steingrimur Eyfjörd (f. 1954) var fulltrúi Íslands í Feyneyjum 2007 og bar sýning hans titilinn Lóan er komin. Þar fékkst Steingrímur við ýmis minni um íslenskt þjóðerni og sögu: náttúruna, álfa, tröll og bókmenntir. Steingrímur er einn þeirra listamanna sem komu fram á sjónarsviðið um miðjan áttunda áratuginn og tengdust sýningarsalnum á Suðurgötu 7. Hann hefur á sýningum sínum rannsakað ítarlega ýmsar aðferðir og nálganir samtímalistarinnar og um leið fengist við áleitin viðfangsefni úr íslenskum veruleika og sögu. Verk hans er að finna á öllum helstu söfnum á Íslandi og hann hefur líka sýnt víða erlendis á ferli sínum. Sýning Steingríms í Feneyjum var sú fyrsta sem sett var upp utan Giardini.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5