Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í fimmta skipti við hátíðlega athöfn í Iðnó 17. mars 2022.

Útgáfa

Það er erfitt að festa hendur á því með orðinu einu hvað er myndlist. Hún er sleip og smýgur úr höndum, taki maður þetta orðalag beint upp eins og það er sagt. Háll sem áll er orðtak sem er nokkuð lýsandi. Um leið og það reynist hverjum manni erfitt að halda álinum föstum, beint upp úr leðjunni, rugla mann örar og sífelldar hreyfingarnar, sveigjur og beygjur, og óhemjulegur og mikill lífskraftur vekur furðu. Enn er saga álsins ekki fullkomlega þekkt, og það sem er þekkt af henni vekur undrun. Hann fæðist í gróskumiklu og ævintýralegu Þanghafinu, og lirfurnar rekur til Evrópu og Íslands, þar sem þær stækka og fitna yfir í metra stærð, og svo fara þeir aftur í Þanghafið, og lífið heldur áfram hring eftir hring. Forn-Grikkir og Aristoteles sögðu að állinn væri leðja sem lifnaði við af sjálfu sér. Freud réði ekki við að kyngreina álinn, þótt hann gerði tilraunir til þess.

Utgafa MLV 2022

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5