Íslensku myndlistarverðlaunin 2025
Það var líflegt og margmennt á verðlaunaafhendingu Íslensku myndlistarverðlaunanna í Iðnó, fimmtudagskvöldið 20. mars. Verðlaunin voru afhent þar í áttunda sinn. Myndlistarráð stendur að baki verðlaununum sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.