Karin Sander
Karin Sander er listakona sem hefur öðlast heimsathygli fyrir margháttaða listsköpun af hugmyndafræðilegum toga.
25. október 2016
Karin Sander dregur athygli að hinu flókna sambandi á milli listaverks, stofnunar og áhorfenda með innsetningum sínum, skúlptúrum, ljósmyndum, nýjustu tækni og öðrum miðlum. Inngrip listakonunnar í rými og arkítektúr eru sérlega eftirtektarverð en hún kennir við List- og arkítektúrháskólann ETH í Sviss. Hún hefur komið margoft til Íslands og oft á tíðum með nemendum sínum. Karin sýndi nýverið í i8 gallerí verkið Kitchen Pieces, sem samanstóð af ávöxtum og grænmeti sem hún negldi beint á vegg.