Margot Norton

Margot Norton segir frá úrvali sýninga sem hún hefur skipulagt í New Museum í New York og veitir innsýn í ferli og vinnu sýningarstjórans.

Talk Series Margot Norton

Margot segir einnig frá nokkrum af þeim hugmyndum og listaverkum sem móta dagskrá myndlistarhátíðarinnar Sequences VIII sem sett verður í Reykjavík haustið 2017. Margot verður sýningarstjóri hátíðarinnar.

Margot Norton er sýningarstjóri við New Museum í New York. Þar hefur hún sýningarstýrt einkasýningum með listamönnum á borð við Judith Bernstein, Sarah Charlesworth, Tacita Dean, Erika Vogt og Ragnari Kjartanssyni. Margot skipulagði yfirlitsýningu á verkum LLYN FOULKES sem hefur verið sett upp í the Hammer Museum í Los Angeles, auk þess vann hún að samsýningunum Here and Elsewhere, NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star, Ghosts the Machine og Chris Burden: Extreme measures. Margot var aðstoðarsýningarstjóri á Whitney Biennial 2010 og í Whitney Museum of American Art (Drawings Department) í New York. Hún hlaut meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Columbia University, New York, hún hefur haldið fyrirlestra og gefið út efni um samtímalist.

Talk Series Margot Norton

Margot Norton, 16. febrúar 2017.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5