Miwon Kwon
Miwon Kwon, flutti erindið “Ends of the Earth (and Back)” í fyrirlestrarseríunni Umræðuþræðir í tengslum við sýningu Robert Smithson í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Miwon Kwon, flutti erindið “Ends of the Earth (and Back)” í fyrirlestrarseríunni Umræðuþræðir í tengslum við sýningu Robert Smithson í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 21. mars. Erindið byggir á merkri sýningu “Ends of the Earth: Land Art to 1974” sem hún sýningastýrði ásamt Philipp Kaiser í Museum of Contemporary Art í Los Angeles borg árið 2012. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er haldinn í sérstöku samstarfi við Hönnunarmiðstöð. Hann er öllum opinn án endurgjalds.
Miwon Kwon er lærður arkitekt og ljósmyndari en rannsóknir hennar og skrif eru aðallega á sviðum samtíma myndlistar, arkitektúrs og umhverfislistar. Kwon hefur sýningastýrt fjölda sýninga samtíma listamanna og skrifað markverðar bækur og greinar í helstu listtímarit. Nefna má ritið One Place After Another: Site-Specific Art and Locational Identity, (MIT Press, 2002), og skrif um myndlistarmennina; Francis Alÿs, Michael Asher, Cai Guo-Qiang, Jimmie Durham, Felix Gonzalez-Torres, Barbara Kruger, Christian Marclay, Ana Mendieta, Josiah McElheny, Christian Philipp Müller, Gabriel Orozco, Jorge Pardo, Richard Serra, James Turrell, and Do Ho Suh, meðal annarra.