Shu Lea Cheang

Shu Lea Cheang var þriðji gestur ársins 2022 í fyrirlestraröð Umræðuþráða. Hún er taívansk- amerískur listamaður sem er frumkvöðull á sviði netlistar.

Shu Lea Cheang er frumkvöðull í netlist og var verkefni hennar BRANDON (1998-1999) fyrsta netverkið sem Guggenheim safnið í New York pantaði og bætti í safneign sína. Verk hennar eða sögur sem þar koma fram eru innblásin af vísindaskáldskap en Shu Lea hefur um árabil mótað sinn eigin stíl og höfundareinkenni undir hatti hinsegin kvikmyndagerðar (e. new queer cinema) með fjölbreyttum kvikmynda, vídeó- og/eða netverkum sínum.

Fyrirlestur Shu Lea Cheang, VARIANT V.0, leggur áherslu á 4 verk hennar - BRANDON (1998-1999), 3x3x6 (2019), I.K.U. (2000) og UKI (2023) sem er nú í vinnslu. Verkin eru unnin yfir langt tímabil með ára millibili en þar leitast Shu Lea við að leggja fram hugmyndir um kyntjáningu utan hins “hefðbundna” kyngervis, kynhneigða: „As ever-mutating variants, these works are brewed years apart and threaded by my desire in gender hacking genre bending.“

VARIANT V.0, Shu Lea Cheang, 28. apríl 2022.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5