Bókumbók

5.Bókumbók_3M8A0068_Joana Fontinha.jpg

Bókumbók er listamannarekið sýningarrými og bókverkabúð í Reykjavík. Bókumbók leggur áherslu á listaverkabækur og er því kjörinn vettvangur fyrir unnendur listbóka. Þar er að finna fjölbreytta flóru bókverka eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Bókumbók er líka sýningarrými þar sem hægt er að njóta myndlistarsýninga, gjörninga, upplestra og fleira. 

Nafnið Bókumbók er dregið af nafni þekkts bókverks ‘Bók um bók og fleira’ eftir Magnús Pálsson og fyrrverandi nemendur hans. Verkið er tilraun í samvinnu hóps kennara og nemenda að skapa verk um fyrirbærið ‘bók’, rannsaka það í þaula, skrá, teygja það, umbreyta og hrófla, gera athuganir og skissur. 

Bókumbók-rými er tilraun til hins sama.

Staðsetning:

Hólmaslóð 6 , 101 Reykjavík

Merki:

GalleríEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Opið föstudaga - sunnudaga, kl. 14:00-18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5