ListaVestrið

Galleríið Undir Brúnni, Tankurinn og Gamla Slökkvistöðin á Flateyri standa fyrir árlegum menningarviðburðum og nú hefur verið ákveðið að sameina viðburði sumarsins undir einn hatt undir nafninu ListaVestrið. Markmið hátíðarinnar er að bjóða uppá metnaðarfulla menningarviðburði, fá okkar fremstu listamenn til að taka þátt og efla menningarlíf á Vestfjörðum.