1001 Nótt

Erró

Erró: 1001 nótt

Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnar sýninguna Erró: 1001 nótt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi og veitir viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Þegar Erró hóf, árið 1977, að gera myndaseríuna Þúsund og eina nótt var hugmynd hans sú að setja saman 1001 myndverk sem hann myndi síðan birta í bók.

Hverju verki átti að fylgja texti eftir rithöfund. En árið 1981 hafði honum tekist að mála aðeins 121 málverk. Erró hélt síðan áfram árið 1982 og málaði 5 málverk sem tilheyrðu myndaröðinni 1002 nætur og síðan á árunum 1984-85 bætti hann við myndaröðinni 1003 nætur og málaði 11 málverk. Alls málaði hann 137 málverk sem tengjast “1001 Nótt”.

Listamaður: Erró

Sýningarstjóri: Danielle Kvaran

Dagsetning:

05.10.2024 – 23.03.2025

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið alla daga: 10:00 – 17:00

Fimmtudagar opið til kl. 22:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur