Að lesa í hraun

Lilý Erla Adamsdóttir, Thora Finnsdóttir

að lesa í hraun

Verið hjartanlega velkomin á opnunar sýningarinnar 'Að lesa í hraun' með verkum eftir Lilý Erlu Adamsdóttur & Thoru Finnsdóttur föstudaginn 4. apríl frá kl. 17-19 í Listval Gallery að Hólmaslóð 6.Fegurð íslenskrar náttúru – snævi þaktar fjallshlíðar, mosavaxið land og víðáttumiklar hraunbreiður – hefur lengi veitt listafólki og hönnuðum innblástur. Þessi kröftugu einkenni landslagsins mynda sameiginlegan snertiflöt í samstarfi Lilý Erlu Adamsdóttur og Thoru Finnsdóttur. Samvinna þeirra, sem er í sífelldri þróun, er nú sýnd í fyrsta sinn á HönnunarMars í Listval Gallerí.Lilý Erla og Thora nálgast listina hvor með sínu móti, en í samvinnu þeirra myndast samtal þar sem hugmyndir, aðferðir og efnisnotkun fléttast saman. Lilý Erla vinnur með efnismiðaða og rýmislega nálgun þar sem textílverk hennar spretta úr persónulegum upplifunum og verða að huglægri túlkun á formum og fyrirbrigðum náttúrunnar. Thora nálgast viðfangsefnið á annan hátt. Í verkum sínum skoðar hún tengsl manns og náttúru og leitast við að miðla nærveru og sérstöðu íslensks landslags. Með skúlptúrum og steinþrykki vinnur hún úr hughrifum og leitar að sögum sem búa í efninu – þar sem náttúran stýrir samspili forms og útfærslu.Sýningin varpar ljósi á hvernig þessar ólíku aðferðir hafa áhrif hvor á aðra og mynda lifandi samtal milli textíls og keramiks. Lífræn, bylgjótt form verkanna kalla fram hraunbreiður Íslands, en abstrakt eðli þeirra gefur til kynna tengingu sem nær út fyrir náttúruna sjálfa og að mannslíkamanum. Verkin hvetja áhorfendur til að íhuga eigið samband við landslagið og náttúruna sem mótar tilveru okkar.

LILÝ ERLA ADAMSDÓTTIR
Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Yfirborð er henni hugleikið, hvort sem um ræðir yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Undanfarið hefur hún nýtt sér eiginleika tufttækninnar til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Lilý talar ýmist um verkin sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum. Lilý Erla Adamsdóttir (f. 1985) lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ 2011 og MA gráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð 2017.

THORA FINNSDÓTTIR
Thora Finnsdóttir er listamaður og hönnuður búsett í Danmörku. Hún útskrifaðist frá Konunglegu dönsku akademíunni árið 2009 og starfar nú í Frederiksværk. Djúpt innblásin af hinum sterku andstæðum íslenska landslagsins spannar sköpun hennar margar aðferðir og miðla, þar sem mörkin milli listar og hönnunar verða óljós. Verkin sem eru á sýningunni endurspegla aðdáun hennar á síbreytilegri náttúru Íslands og fanga hráa fegurð hennar í keramikform.

*English*

READING LAVA
The enduring beauty of Icelandic nature has long served as a source of inspiration for artists and designers. Snow-covered mountains, mossy landscapes, and vast lava fields – these dramatic elements of the terrain have profoundly influenced the creative dialogue between artists and designers Lilý Erla Adamsdóttir and Thora Finnsdóttir. Their ongoing collaboration debuts in this DesignMarch exhibition at Listval Gallery.Approaching their craft from distinct yet complementary perspectives, Lilý Erla and Thora engage in an artistic exchange, sharing techniques and methodologies. While Lilý Erla works in a more sculptural way, building her textile objects by taking inspiration from her experience and creating a stylised version of the source, Thora takes a different approach. In her work, she focuses not only on capturing the details of landscapes in ceramics she also creates an exact imprint of the natural elements, almost as an act of appropriation. The exhibition reveals how these differing approaches inform and influence one another, forging an evocative dialogue between textile and ceramics. The organic, undulating forms on display evoke Iceland’s lava fields, yet their abstraction suggests a deeper connection – one that extends beyond nature to the human body itself. In doing so, the works invite viewers to contemplate their own relationship with the land and the nature that shapes them.Lilý Erla Adamsdóttir earned a BA in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2011 and an MA in Artistic Textiles from the Swedish School of Textiles in Borås in 2017. Positioned at the intersection of art and design, her work explores surfaces – both natural and human – through a meticulous investigation of repetition, texture, and materiality. Adamsdóttir’s projects employ tufting techniques to examine the interplay of thread, color, and form, leading her to describe her works as "soft paintings" or "dancing embroidery."Thora Finnsdóttir is an artist and designer based in Denmark. A graduate of the Royal Danish Academy (2009). Deeply inspired by the stark contrasts of the Icelandic landscape, her practice spans multiple techniques and media, blurring the boundaries between art and design. The works presented in this exhibition reflect her fascination with the ever-changing nature of Iceland’s terrain, capturing its raw beauty in fiber concrete and in ceramic form.

Listamenn: Lilý Erla Adamsdóttir, Thora Finnsdóttir

Dagsetning:

04.04.2025 – 19.04.2025

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5