Algjörar skvísur

Jasa Baka

Jasa Baka_Algjörar skvísur

,,Ég vinn þverfaglega og myndrænt við að miðla krúttlegheitum, erkitýpum og því guðdómlega kvenlega í náttúrunni (til staðar í öllum mönnum, stöðum og hlutum), í bland við goðsögulegar verur, persónugervinga og táknfræði. Verurnar sem umlykja þær eru myndlausar verur alheimsins, sem poppa upp í ham. Í verkum mínum er hver hluti líkamans oft byggður sem sjálfstæð eining, eins og hver hluti hafi sinn eigin persónuleika sem stjórnar sínu eigin landslagi. Þessar verur nota fjaðrandi mýkt sína sem kraftsvið verndar. Ég trúi á Animisma, sem telur að allt hafi lífskraft og stjórni sér sjálft. Þannig er hver líkamshluti, hvert form, lifandi með sína eigin orku. Ég vinn með þessum persónum að því að hrinda neikvæðni frá mér og stuðla að töfrum sem eru til staðar í náttúrunni.Ég hef áhuga á því að endurskoða kvenpersónur sem hafa verið djöfulgerðar í fortíðinni. Fyrir þessa sýningu hef ég verið að rannsaka Lilith, fyrstu konuna. Persónustyrkur hennar og uppreisn hafa verið flokkuð sem ruddaleg í gegnum tíðina en eru nú smátt og smátt að koma fram í dagsljósið til frekari skoðunar. Ég hef gert ný verk á meðan ég hleypi áfram orku Lilith.“ Jasa Baka (f.1981) er kanadískur Vestur-Íslendingur og þverfagleg listakona. Hún dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland 2017 og hefur búið og starfað í Reykjavík síðan þá. Hún er útskrifuð frá MA í myndlist við Listaháskóla Íslands (2022). Í Tiohtiá:ke aka Montréal, Kanada, lauk hún BFA við Concordia háskóla með sérhæfingu í hönnun fyrir leikhús (2008). Hún hefur sýnt verk og komið fram erlendis í Montréal, Toronto, Vancouver, New York, Brooklyn og Aþenu í Grikklandi. Hún hefur sýnt verk í ýmsum galleríum í Reykjavík og var síðastliðið sumar með einkasýningu í Safnasafninu í Eyjafirði.

Listamaður: Jasa Baka

Dagsetning:

02.11.2024 – 01.12.2024

Staðsetning:

Gallerí Úthverfa

Aðalstræti 22, 400 Ísafjörður, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur16:00 - 18:00
Föstudagur16:00 - 18:00
LaugardagurLokað
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5