Blæbrigði litrófsins

Ágúst B. Eiðsson

LG // Litla Gallerý - Blæbrigði litrófsins - 2025

Ágúst B. Eiðsson útskrifaðist úr málaradeild MHÍ árið 1996. Hann hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar, þetta er önnur sýning hans í Litla Gallerý og er sjálfstætt framhald af fyrri sýningu sem var í 20.2 - 23.2 / 2025, einnig hefur hann sýnt í Safnahúsinu á Sauðárkróki, Villa Nova, Hótel Varmahlíð og með myndlistarfélaginu Solón sem staðsett var í Gúttó húsinu á Sauðárkróki.

Á þessari sýningu má sjá olíumálverk sem eru litmikil og hafa dempaða nátturustemmingu ásamt abstrakt formum, liturinn er látinn flæða um myndflötinn í margtóna litasamsetningum í forgrunni jafnt sem bakgrunni.

Ágúst er nýverið fluttur til Reykjavíkur þar sem hann stundar núna sína myndlist og er þetta hans önnur einkasýning á Stór-Reykjavíkursvæðinu.”

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 4. september frá 18:00-21:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fös. 5. sep 13:00 - 18:00

Lau. 6. sep 13:00 - 17:00

Sun. 7. sep 13:00 - 17:00

LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins

Listamaður: Ágúst B. Eiðsson

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

04.09.2025 – 07.09.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5