Daufur skuggi - Fánar í íslenskri myndlist
Birgir Andrésson, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Snorri Ásmundsson, Wiola Ujazdowska, Þórarinn B. Þorláksson, Unnar Örn
Sýningin er sett upp í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands sem stofnað var 17. júní 1944. Á sama tíma voru fánalögin samþykkt og þannig varð til opinber viðurkenning á sameiningartákni þjóðar sem hafði loks öðlast sjálfstæði eftir að hafa tilheyrt Danmörku öldum saman.
Fánar eru tákn sjálfstæðis og þjóðernisvitundar. Við flöggum þeim jafnt við alvöruþrungin og gleðirík tilefni sem kalla á þjóðarstolt og ættjarðarást. Á seinni tímum hafa listamenn nýtt sér fánann á tilraunakenndan eða ögrandi hátt til að setja spurningarmerki við hugmyndir um þjóðernisvitund.
Listamenn: Birgir Andrésson, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Snorri Ásmundsson, Wiola Ujazdowska, Þórarinn B. Þorláksson, Unnar Örn