Eftirlits- og hagsmunaaðilar

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar

Galleri undirgong Geirthrudur Hjorvar 2024

„Eftirlits- og hagsmunaaðilar“ er verk í almenningsrými. Það að sýna myndlist í almenningrými snýr að hagsmunum almennings, þ.e. að gera myndlist aðgengilega almenningi. Um leið er gengið skrefi lengra með því að hugleiða hagsmuni almennings í víðari skilningi og á tungumáli myndlistar. Verkið fjallar því um átök milli eftirlitsaðila og hagsmunaaðila sem undirstöðu að pólítískri gagnvirkni sem sækir innblástur í tímaritið Birting og þá sérkennilegu samblöndu hagnýtrar hönnunar og myndlistar sem einkennir há-módernisma Íslendinga. Höfundurinn lítur þó ekki á það sem pólítískt verk í þeim skilningi að taka afstöðu til réttmætis þess eða aðila meðal þeirra. Heldur er gengið út frá því að það að lýsa ástandinu sem viðkemur hagsmunum almennings sé leið til að verja þá. Ekki endilega með framsetningu staðreynda heldur með myndmáli formfræðarinnar.

Listamaður: Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar

Dagsetning:

28.07.2024 – 27.10.2024

Staðsetning:

Gallerí undirgöng

Hverfisgata 76, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Alltaf opið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur