Einhver málverk

Boaz Yosef Friedman, Jóhannes Dagsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Sara Rossi

Boaz Yosef Friedman, Station, 2020

inhver málverk spannar verk fjögurra málara; Boaz Yosef Friedman, Helgu Páleyjar, Jóhannesar Dagssonar og Sara Rossi. Með einstaka undantekningum, hefur hver og einn þessara listamanna vinnu sína út frá efni sem þau hafa safnað að sér þó það sé ólíkt í eðli sínu og útkoman enn ólíkari. Upphafspunktur þeirra, litur, sniðmát, mælikvarði og rými birtast sem viðbrögð við þessu fundna efni.

Boaz Yosef Friedman er gangandi hugarkort eða pinterest borð. Hann safnar hugmyndum og myndmáli og tengir saman við ólíka þræði nánast eins og rannsakandi. Hvar sem tengingarnar eru gerðar er hugmyndin tilbúin fyrir framleiðsluferli sem er skipulagt, nákvæmt og framkvæmanlegt á skjótan hátt. Þegar um málverk hans er að ræða segist hann leitast við að vera aðeins til hliðar við eða á skjön við myndmálið sem hann túlkar.

Hugmyndir að málverkum Helgu Páleyjar kvikna ef til vill í baði eða í fjöru, út frá vangaveltum um hvort skel er ýmist minning um fundið brotabrot í fjöru eða skeljaflísar á baðherbergi í íbúð í Kópavogi. Verkin eru leifar af eftirminnilegum skreytingum, sem listamaðurinn leikur með í gegnum lög af hálfgagnsæjum litum. 

Meðhöndluð brot eftir Jóhannes Dagsson kallar fram áferð og gildishlaðin augnablik sem eiga uppruna í geisladiskahulstrum og umslögum þungarokk-vínylplata og gljáandi minni plasthjúpsins. Þessir þættir eru þandir út, endurhugsaðir og endurskoðaðir á ferð þeirra frá höndum til sýningarveggja.

Sara Rossi safnar aftur á móti ekki efnislegum hlutum. Þess í stað safnar hún hugmyndum sem ráða því hvernig hún málar. Þegar hún vinnur heima hjá sér, án þess að þurfa geymslupláss, íhugar hún vandlega hvað hún vill mála og leggur áherslu á áferð og lit af nákvæmni. Nálgun hennar á málverkið er djúpt ígrunduð, sérhver verk unnin með skýra sýn sem felur í sér kjarna úr safni hugmynda hennar. Í útkomunni mætir rými abstraksjón, keim af súrrealisma og formfestu. 

Listamenn: Boaz Yosef Friedman, Jóhannes Dagsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Sara Rossi

Sýningarstjórar: Lukas Bury, Joe Keys

Dagsetning:

17.08.2024 – 29.09.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur