Facade No. 3

Bjarni Þór Pétursson

Y - gallery - facade

Bjarni Þór lauk MFA-prófi frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013. Hann hefur m.a. sýnt í Gallery Format, Gallery Opra, Gallery Nicolai Wallner, AROS Museum og Skissernas Museum. Hann hlaut styrk úr sjóði Aase og Reichard Björklund's árið 2015 og hefur í þrígang hlotið sænsk listamannalaun. Bjarni kennir nú við Listaháskóla Íslands.

Verk Bjarna Þórs Péturssonar dansa á mörkum hversdags og goðsagna, veruleika og skáldskapar, tóms og merkingar, þess manngerða og guðlega. Líkt og persónur í lokaðri bók eigra verurnar í verkum Bjarna um sérkennilega staði - eða staðleysur - þar sem tíminn hefur haft sig á brott. Þær bíða lesenda sinna: einhvers sem getur vitnað um tilvist þeirra svo sagan drattist úr sporunum, svo lífið nái sínu fram. En enginn virðist munu koma. Yfirborð sögunnar hefur rofnað og framvindan víkur sér stöðugt undan. Við erum stödd í rykugri glatkistunni og það er meira að segja búið að kveikja á vinnuljósunum. Hér er ekki víst að nokkuð gerist framar. Þótt sögunni sé löngu lokið má samt greina bergmál þess sem einu sinni var. 

Listamaður: Bjarni Þór Pétursson

Dagsetning:

02.02.2024 – 16.03.2024

Staðsetning:

Y Gallery

Hamraborg 12, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Laugardaga 14 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur