Kennir þú til

Hjörtur Matthías Skúlason

Sýningaropnun föstudaginn 4. október 2024 kl 17:00 - 19:00 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Hjörtur Matthías Skúlason skapar mannveru og lífríki í formi skúlptúra sem tákna umhyggju og ást. Við erum eitt, ein heild og á sama tíma ein í mannfjölda. Það er falinn styrkur og fegurð í vönduðu handbragði, handsaumi og áferð. Samkennd, einvera og um leið hlýja umlykja en verkin segir Hjörtur vera ástarljóð til mannkyns.

Kynleysi skúlptúranna er ríkjandi, dúkkur sem þrá með sínar leitandi hendur eins og ég og þú, þrá eftir samruna, heild. Að heimurinn verði heill, einn daginn. Um leið eru verkin jarðbundin, full af barnslegum uppruna og sköpunarsögu.

Hjörtur Matthías Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979 og ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í vöruhönnun. Sérkenni Hjartar síðast liðin ár eru manngerðir skúlptúrar hans, handsaumaðar dúkkur sem minna okkur á hlutskipti mannsins og tengsl við náttúruna, fegurð og óhugnað, en í tvívíðum myndverkum verður líkami dúkkunnar að kyrrstæðri spennu, krafti sem býr undir niðri, munúðarfullu landslagi.

Sýningin stendur til 27. október næstkomandi.

Listamaður: Hjörtur Matthías Skúlason

Dagsetning:

04.10.2024 – 27.10.2024

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5