Gengið í gegnum sorgina

Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir

Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir - LG // Litla Gallerý 2025

Í kjölfari þess að sonur minn lést úr krabbameini á síðasta ári höfum við fjölskyldan verið að ganga í gegnum mikla sorg.

Til þess að takast á við sorgina fórum við að fara í gönguferðir með vinafjölskyldu okkar. Við kölluðum gönguhópinn „Við höldum bara áfram“ sem vísun í það sem sonur minn sagði við okkur eftir að kom í ljós að hann væri kominn með ólæknandi krabbamein.

Þessir göngutúrar voru og eru okkur stoð og stytta á gríðarlega erfiðum tímum. Í þessum göngutúrum hóf ég að taka ljósmyndir, náttúrumyndir, af einhverju sem fönguðu augað. Þessar myndir, eða augnablik, sem ég fangaði, minnti mig aftur á fegurðina sem þó enn er að finna í litlu hlutunum og litlu augnablikum, þrátt fyrir þessa miklu sorg sem við erum að ganga í gegnum.

Sýninguna kalla ég „Gengið í gegnum sorgina“ og vísir þar með bæði í að við erum að ganga í gegnum sorgina, og erum að nota göngutúra til þess að styðja okkur í því.

Þegar ég fór að velja nöfn á myndirnar var ég með í huga að það væri eitthvað sem lýsti ástinni og sorginni.

Sýningargestir geta því sett orðin: Sorgin er ... , Ástin er... , fyrir framan nöfnin á myndunum til að undirstrika merkinguna. Ástin og sorgin eru óaðskiljanleg. Þú syrgir aðeins ef þú hefur elskað.

Sýningin opnar þriðjudaginn 20. maí kl. 18.00 og stendur til sunnudagsins 25. maí.

Allur ágóði af myndum rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna SKB

Sýningaropnun verður þriðjudaginn 20. maí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fimmtudagur 22. maí 14:00 - 1700

Föstudagur 23. maí 14:00 - 17:00

Laugardagur 24. maí 12:00 - 16:00

Sunnudagur 25. maí 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

20.05.2025 – 25.05.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5