Viðvera listamanna kl. 19:00 — Gömul blöð og ennþá eldri

Áslaug Thorlacius, Kjáni

Gömul blöð og ennþá eldri, Á milli.

Á sýningunni eru verk mæðginanna Kjána og Áslaugar Thorlacius sem eiga það sameiginlegt að vera unnin á pappír sem er kominn til ára sinna, mismikið þó. 

Í teikningum sínum, hvort sem þær eru unnar á gamlan og upplitaðan pappír fundinn í gömlum kjallara í Amsterdam eða á servéttur sem hann krotar á hvar og hvenær sem hann kemst í tæri við þær, fylgir Kjáni innsæinu og eltir augljós eða dulkóðuð hnit í pappírnum. Áslaug sýnir annarsvegar myndir af uppáhaldsstöðum og -andartökum sem hún reynir að fanga með olíulitum og hinsvegar þrykk þar sem hún leikur sér með fjarvídd sem byggist á þéttleika farvans. 

Kjáni útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2020 en Áslaug lauk sínu myndlistarnámi árið 1991 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Auk starfa við myndlistina vinnur Kjáni í félagsþjónustu fyrir Reykjavíkurborg en Áslaug er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík.

Listamenn: Áslaug Thorlacius, Kjáni

Dagsetning:

26.09.2024

Staðsetning:

Á milli

Ingólfsstræti 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginFimmtudagurinn langiViðburðurEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur11:00 - 20:00
Þriðjudagur11:00 - 20:00
Miðvikudagur11:00 - 20:00
Fimmtudagur11:00 - 20:00
Föstudagur11:00 - 20:00
Laugardagur11:00 - 20:00
Sunnudagur12:00 - 15:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5