Harm­ljóð um hest

Hlynur Pálmason

Hlynur Palmason ljosmyndasafnid 2024

Ljósmyndaserían „Harmljóð um hest“ eftir Hlyn Pálmason, myndlistar- og kvikmyndagerðarmann varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands.

Hlynur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig umhverfið mótar okkur, hversu nátengd við erum náttúrunni og hvernig hún endurspeglar hugsanir okkar og tilfinningalíf. Íslenski klárinn hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu, vinur mannsins og vinnuþjarkur, í aldanna rás. Harmljóð um hest er að sögn Hlyns sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands allt frá landnámsöld. Verkið er að sama skapi hugleiðing Hlyns um hið mannlega og hið náttúrulega, hvernig ólík blæbrigði veðráttu og tilfinninga birtast og breytast frá einni árstíð til annarrar, og andstæðir pólar eins og birta og myrkur, mýkt og harðneskja, fegurð og ljótleiki móta bæði náttúru og einstaklinga.

Listamaður: Hlynur Pálmason

Dagsetning:

25.05.2024 – 22.09.2024

Staðsetning:

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 18:00
Þriðjudagur10:00 - 18:00
Miðvikudagur10:00 - 18:00
Fimmtudagur10:00 - 18:00
Föstudagur11:00 - 18:00
Laugardagur13:00 - 17:00
Sunnudagur13:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5