Head2Head: Áttað

Jo Pawlowskx, Zoe Hatziyannaki, Despina Charitonidi, Kosmas Nikolaou

samsett mynd frá íslandi og aþenu

Sýningin Áttað í Nýlistasafninu samanstendur af verkum Despina Charitonidi, Jo Pawlowska í samstarfi við Sasa Lubinska, Kosmas Nikolaou og Zoe Hatziyannaki er sýningarstýrt af Eleni Tsopotou / Stoa 42. Áttað skoðar hvernig manneskjur eiga samskipti og kanna – eða tekst ekki að kanna – tengsl innra með okkur sjálfum, líkömum okkar, við mannlegar og ómannlegar verur. Þvert á áþreyfanlega og stafræna heima, fjölbreytta landafræði og landamæri. Þessar hugmyndir bregðast við og eru skilgreindar á tímum umhverfisvárinnar þar sem að maðurinn er orðinn jarðfræðilegt hreyfiafl sem hefur áhrif á ferli jarðar, tímum loftslagsbreytinga og glundroða, síðkapítalisma, átaka, heimsfaraldra, mikillar þéttbýlismyndunar og offerðamennsku.

HEAD2HEAD tengir saman myndlistarmenn, sýningarstjóra og listamannarekin sýningarrými í Reykjavík og Aþenu.​​​​ Borgirnar tvær eiga það sameiginlegt að myndlistasenur þeirra eru áfram drifnar af kröftugu framtaki listamanna og listamannarekinna rýma. Aþena hefur dregið að sér fjölda listamanna síðastliðin ár, þar kraumar sköpunarkrafturinn enda mikil myndlistarstarfsemi og fjöldi listamannarekinna rýma starfrækt þar. HEAD2HEAD varð til úr samtali listamannareknu sýningarrýmanna Kling & Bang í Reykjavík og A-DASH í Aþenu um að tengja saman þessar tvær stórmerkilegu myndlistarsenur, hampa þessari einstöku menningu og byggja upp þétt samstarfsnet landanna á milli. 

Listamenn: Jo Pawlowskx, Zoe Hatziyannaki, Despina Charitonidi, Kosmas Nikolaou

Sýningarstjóri: Eleni Tsopotou

Dagsetning:

12.10.2024 – 24.11.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur