Hendur á hreyfingu, ofin framtíð

Samsýning / Group Exhibition

Verksmiðjan - Hendur á hreyfingu - 2024

Listamennirnir á sýningunni Hendur á hreyfingu, ofin framtíð, hafa þvert á kynslóðir, hæfileikasvið og þjóðerni, dregið innblástur frá hafinu, sjálfbærum möguleikum náttúrunnar og viðhorfum til handverks.

Handverk lýsir þeim hæfileikum sem fólk þarf að búa yfir til þess að skapa eitthvað frá grunni. Afrakstur handverks getur dregið fram eiginleika efniviðarins, mikilvægi náttúrunnar sem innblásturs og verðmæti einfaldleikans, notagildis og fegurðar. Endurtekningin sem handverk krefst gerir það að verkum að hendur og hugur geta aldrei reikað of langt frá hvort öðru. Þegar hönd, hugur og hreyfing mætast verður sköpunin til. Sköpunin hleypir líkamleika og flæði aftur inn í meðvitundina og hversdagslífið, og á sama tíma hjálpar hún okkur að tengjast þekkingu og lifnaðarháttum fyrri tíma.

Seglagerð, netagerð, kaðlaggerð og áttavitasmíði eru allt dæmi um störf unnin af sérhæfðu handverksfólki. Gamla síldarverksmiðjan, söguleg byggingarlist hennar og handgerð smíði er þess vegna upplagður bakgrunnur fyrir þema ársins. Listaverkin kalla fram fegurð og segja sögur, og bjóða á sama tíma upp á tækifæri til þess að hægja á ferðinni og hampa sköpunarferlinu. Þannig getur handverk, það að vinna með höndunum og sú hæfni sem byggir bæði á nútímaþekkingu sem og verkviti fortíðinnar, verið undirstaða fyrir vellíðan, sálfræðilega endurheimt og heilandi framtíð.

Listamenn

Jonna Jónborg Sigurðardóttir (IS), Kadri Liis Rääk (EST), Karni & Saul (UK), Kathy Clark (US/IS), Katrín Þorvaldsdóttir (IS), Laurita Siles (Baskaland) with Elías Knörr (IS) and Edurne González Ibáñez (Baskaland), Nikki Ummel (US), Penelope Payne (UK), Raimonda Sereikaitė - Kiziria (LI/IS), Wanxin Qu (CH).

Mynd: Undir yfirborðinu, 2024 eftir Jonna Jónborg Sigurðardóttir Ljósmynd: Sina Opalka 

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Emilie Dalum

Dagsetning:

01.06.2024 – 20.09.2024

Staðsetning:

Verksmiðjan á Djúpavík

Djúpuvík, 524 Árneshreppur, Iceland

Merki:

VesturlandSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Jún-sep. Daglega: 10-18

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur