Herbergi með útsýni

Hlynur Hallsson

„Spreyjaðir þjóðfánar nokkurra landa, dagbókarteikningar og ljósmyndir með stuttum texta á íslensku og ensku og svo tungumáli landsins þar sem myndin er tekin. Þrjár myndraðir ólíkra verka. Teikningar fyrir hvern dag í Þúsund daga bókunum, einfaldar teikningar af einhverju hversdagslegu. Herbergi með mismunandi útsýni, mismunandi árstíð, mismunandi staðir og stuttir textar sem lýsa því sem sést eða sést ekki. Þjóðfánar sem tákn fyrir lönd, þjóðir, yfirráð og stjórnmál.” Í tilefni sýningarinnar kemur út bókin Þúsund dagar - Dagur eitthundraðþrjátíuogníu til tvöhundruðfjörtíuogþrjú sem er sjálfstætt framhald bókverksins Þúsund dagar - Dagur eitt til eitthundraðþrjátíuogátta sem kom út í Pastel ritröð hjá Flóru árið 2017. 

Bókin er byggð á dagbókum Hlyns, sem hann hefur skrifað undanfarin 40 ár og hugleiðingum þeim tengdum. Bókin er 40 síður, gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Listamaður: Hlynur Hallsson

Dagsetning:

07.09.2024 – 28.09.2024

Staðsetning:

Gallery Port

Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur11:00 - 17:00
Fimmtudagur11:00 - 17:00
Föstudagur11:00 - 17:00
Laugardagur11:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5