Hinn mildi vefur kynslóða

Samsýning / Group Exhibition

Kristín Geirsdóttir_Hlöðuloft.jpg

Hinn mildi vefur kynslóða - sýning Félags íslenskra myndlistarmanna á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum 5. – 27. apríl 2025

Sýningin er fyrsta sýningarverkefni FÍM um nokkurt skeið og sett upp sem stefnumót og samtal sex eldri listamanna við jafn marga yngri listamenn en allir eiga þessir listamenn það sameiginlegt að hafa skapað sér eftirtektar-verðan feril. Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri verkefnisins skoðar þræðina sem liggja á milli kynslóða listamannanna.

Sýnendur eru þau Brák Jónsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Fritz Hendrik IV, Habby Osk, Jóhanna Bogadóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Magnús Helgason, Örn Þorsteinsson, Valgerður Bergsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir.

Sýningarverkefni Félags íslenskra myndlistarmanna, elsta myndlistarfélags landsins, Hinn mildi vefur kynslóða undirstrikar hvernig félag eins og FÍM hefur og getur áfram verið hvati fyrir aukin tengsl á milli kynslóða listamanna og ólíkra listforma.

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri verkefnisins valdi sex eldri listamenn á móti jafnmörgum yngri listamönnum til þátttöku í sýningunni og aldur listamannanna spannar breitt bil þar sem elsti listamaðurinn er fæddur 1933 en sá yngsti 1996.

Í undirbúningsferli sýningarinnar tók Birta upp viðtal eða samtal á milli sýnenda sem hún hafði áður parað saman. Í þessum samtölum komu í ljós margar ófyrirsjáanlegar og skemmtilegar tengingar og áhrif þessara óvæntu kynna munu vafalaust njóta sín í stefnumóti listamannanna í rými Hlöðuloftsins á Korpúlfsstöðum.

Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13:00 til 17:00

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir

Dagsetning:

05.04.2025 – 27.04.2025

Staðsetning:

SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir

Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5