I´d Rather be Somewhere Nice
Auðunn Kvaran

Auðunn Kvaran (1995) er íslenskur myndlistarmaður og sýningarstjóri. Hann lauk BA-prófi við Listaháskóla Íslands árið 2020. Frá árinu 2021 hefur hann verið búsettur í Aþenu þar sem hann stofnaði og stýrir nú listamannarekna rýminu Living Room. Verk Auðuns byggjast á rannsókn á hinu hverfula samspili einstaklinga og umhverfis þeirra. Í stað þess að setja fram fastmótaðar frásagnir skapar Auðunn rými fyrir áhorfendur til að líta inn á við og kanna sitt eigið samband við umhverfi sitt.
Listamaður: Auðunn Kvaran