Krákustígar
Sigurborg Stefánsdóttir

Þessi sýning á málverkum Sigurborgar Stefánsdóttur endurspeglar þá krákustíga sem myndlistin getur farið um, því oft er leiðin að endanlegu verki snúin. Ásetningurinn er hin eilífa leit að fegurð, sem víða skortir í manngerðu umhverfi okkar. Myndefnið er persónuleg og frjálsleg glíma við myndflötinn, óhlutbundið flæðandi litróf og línuspil. Hér er ekki verið að reyna að líkja eftir neinu, myndirnar lúta ekki lögmálum rökhyggju heldur eru abstrakt tjáning, sem tengist ef til vill meira tónlist og dansi, fremur en vitrænu tungumáli. Leikur og samspil þess agaða og ómeðvitaða.
Listamaður: Sigurborg Stefánsdóttir