Landið sem er ekki til

Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Gréta Mjöll Bjarnadóttir „Landið sem er ekki til ”

Ljóð lýsa tilfinningum og skilning á upplifun og þau geta þannig haft áhrif á alla listsköpun. Í daglegu lífi og námi gefur ljóðlistin hverjum og einum tækifæri til þroska.

Innsetningin “ Landið sem er ekki til ” byggir meðal annars á áhrifum myndmáls á mig í ljóðum tveggja ljóðskálda þegar bækur þeirra komu út hér á landi fyrir um 30 árum. Þar er um að ræða Edith Södergran f. 1892 d. 1923 og Hannu Mäkelä f.1943. Þar er um að ræða Edith Södergran f. 1892 d. 1923 og Hannu Mäkelä f.1943. Njörður P. Njarðvík þýddi og gaf út 1992 bók Södergran: „Landið sem er ekki til ”.

Ljóð hennar og skilgreiningar á sköpunarferlinu, tilfinningum og viðhorfum einkenndust af einlægni náttúrubarnsins, gagnrýni og siðferðisábyrgð og hugrekki og dómgreind þrátt fyrir baráttu við erfið kjör. Edith var á undan samtíð sinni með femíniskri tjáningu í ljóðum. Edith lýsir ljóðagerð sinni á þennan hátt: „Ég yrki ekki ljóð“ sagði hún, „heldur skapa ég sjálfa mig, og ljóðin eru leiðin til sjálfrar mín.“ Hannu Mäkelä kom inn í nýtt myndmál ljóða í Finnlandi sem mótaðist eftir 1950 og einkenndist af nýsköpun þar sem ljóðið verður sjálf myndin og kemur úr hugarheimi skáldsins. Eyvindur Pétur Eiríksson þýddi bók Hannu Mäkelä „Árin sýna enga miskunn“. 1993.

Njörður P Njarðvík og Eyvindur Pétur Eiríksson.

Kærar þakkir fyrir frábærar þýðingarnar þessara áhrifamiklu ljóða og leyfi ykkar.

Listamaður: Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Dagsetning:

01.11.2024 – 23.11.2024

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5