Larissa Sansour – Fortíðin var aldrei, hún bara er

Larissa Sansour

Video still. Detail. Larissa Sansour, As If No Misfortune Had Occurred in the Night (2022)

Fortíðin var aldrei, hún aðeins er, einkasýning Larissu Sansour sem jafnframt er fyrsta sýning hennar á Íslandi, opnar í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 22. maí kl. 18-20. Öll eru boðin velkomin á opnun. 

Larissa Sansour (f. Austur-Betlehem 1973) er palestínsk-danskur myndlistarmaður sem hefur hlotið lof á alþjóðavísu fyrir áhrifamiklar kvikmyndainnsetningar. Á 25 ára ferli sem spannar notkun ólíkra miðla allt frá málverki til ljósmynda og síðar kvikmynda, hefur Larissa sýnt í þekktum listasöfnum á borð við MOMA í New York og Tate Modern í London. Árið 2016 hlaut hún verðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Guanajuato (GIFF) fyrir bestu tilraunastuttmyndina, In The Future They Ate From The Finest Porcelain (2016). Þremur árum síðar, árið 2019, var hún fulltrúi Danmerkur á 58. Feneyjatvíæringnum í myndlist.

Larissa Sansour hefur unnið náið með rithöfundinum, leikstjóranum og handritshöfundinum Søren Lind í rúmlega tvo áratugi og sviðsetur kvikmyndir sínar í vísindaskáldlegu umhverfi. Um leið og hún sækir í palestínska sagnabrunna velta verk hennar einni upp mögulegum framtíðarsýnum. Þarna er tekið á heimspólitík gegnum einstakar myndir og ljóðrænt mál. Myndirnar eru á arabísku og aðalpersónurnar eru konur. Þær fjalla um missi, sorg, vald, söguritun og það hlutverk sem minni spilar í að móta bæði einstaklingsbundna og sameiginlega þekkingu – verk hennar sýna mögulega mótspyrnu við handahófskennd landamæri og vistmorð. 

Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist, alþjóðlegur, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og höfundur, búsettur í Stokkhólmi. Jonatan er vel þekktur á Íslandi fyrir sýningaverkefni með íslenskum og erlendum listamönnum. 

Sýningin stendur til og með 17. ágúst 2025. Fortíðin var aldrei, hún aðeins er, er styrkt af Myndlistarsjóði og Safnasjóði.

Listamaður: Larissa Sansour

Sýningarstjóri: Jonatan Habib Engqvist

Dagsetning:

22.05.2025 – 17.08.2025

Staðsetning:

Listasafn Reykjanesbæjar

Duusgata 2-8, 230 Reykjanesbær, Iceland

Merki:

SuðurlandSýningLeiðsögn sýningarstjóraViðburðurKvikmyndasýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
Þriðjudagur12:00 - 17:00
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur12:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5