Leiðir yfir land

Agnes Ársælsdóttir, Nina Maria Allmoslechner, Arnaud Tremblay

Sigalda

Alþjólega samsýningin „Leiðir yfir land“, með verkum eftir Agnes Ársælsdóttur (IS), Arnaud Tremblay (CA) og Nina Maria Allmoslechner (AT), hverfist um sameiginlegt viðfangsefni listamannanna, tengsl við stað. Hvaða merkingu hafa tengsl og það að tilheyra umhverfi? Hvað kemur í ljós þegar hið náttúrulega og manngerða land mætast?

Verkin á sýningunni eiga öll uppruna sinn í ferðalögum listamannanna um Suðurlandið síðastliðin tvö ár. Frá ólíkum sjónarhornum, í gegnum ýmsa miðla, sögulegar heimildir og nýlegar rannsóknir, skoða listamennirnir hvernig umhverfi hafa áhrif á hversdaginn. Á þessari litlu sýningu er gestum boðið að íhuga þær spurningar sem kviknuðuð hjá listamönnunum á þeim stöðum sem voru heimsóttir og kynnast rannsóknum í tenglsum við ákveðnar staðsetningar og skapandi ferlum sem ræða land sem skjalasafn og hugleiða mögulegar framtíðir. 

Skúlptúrar Arnaud Tremblay, úr keramiki og hrauni, eiga í beinu samtali við jörðina og manninn. Munirnir tengjast þjóðsögum og kenningum um skynminni. Ljósmyndir Ninu Maria Allmoslechner fjalla um hvernig við getum fundið tengingu við ókunnugar persónur úr fortíðinni í gegnum ljósmyndir, ferðalög og skrif. Verkin kanna einnig hvernig sú tenging getur afhjúpað nýjar hliðar á okkur sjálfum. Stafræn prent Agnesar Ársælsdóttur sýna umbreytingu vatns í Þjórsá sem er í sífellu notuð til orkuvinnslu sem keyrir bæði heimili og iðnað.

Listamenn: Agnes Ársælsdóttir, Nina Maria Allmoslechner, Arnaud Tremblay

Sýningarstjóri: Liisi Kõuhkna

Dagsetning:

03.07.2025 – 26.07.2025

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5