Myndleysa / Non-Image

Anna Maggý

Myndleysa - Anna Maggy


Á sýningunni nálgast Anna Maggý ljósmyndun öðruvísi en vanalega. Hér eru ekki fyrirfram ákveðin myndefni heldur skapar hún ferli með efnum og ljósi og leyfir organísku samspili þeirra að ráða ferð.

„Ég leyfi ljósinu, efninu og tímanum leiða mig áfram,“ segir hún um ferlið.

Ólíkt stafrænum verkum sínum notast Anna Maggý hér við efnafræði ljósmyndunar á tilraunakenndan máta og leyfir sér að eyðileggja verk í von um að fram komi óvæntir töfrar.

„Kannski er ég með einhvers konar eyðileggingarþörf sem brýst út í verkunum,“ segir hún um þróunina.

Stundum kemur eitthvað fallegt úr eyðileggingunni, stundum ekki.

„Ég á það til að elska ferlið meira en myndina sjálfa, og er það hluti af því sem heillar mig. Ég gef eftir.“

Stjórn og stjórnleysi koma upp í hugann. Að bjóða verkunum að verða til í stað þess að stýra þeim, að leyfa þeim að breytast, leysast upp og þróast með tímanum. Stundum veðrast myndirnar og verða að engu en það er ef til vill rauði þráðurinn.

Eru þetta allt myndir af engu? Útkoman getur stundum litið úr eins og ekkert,

„en fyrir mér snýst þetta ekki um að sýna eitthvað sem þegar er til, heldur að búa til eitthvað sem getur orðið til.“

Þema sem kyssir grunnstoð eðlisfræðinnar að einhverju leyti; víxlverkun efnis, samhengis við orku, tíma og rúm því ef við súmmum eins langt inn á við og við getum, súmmum eins langt inn í efnisheiminn og við getum, þá vilja fræðimenn meina að ekkert „sé“, heldur einfaldlega „gerist“.

Nothing is, things happen, eins og ítalski skammtafræðingurinn Carlo Rovelli orðar það. Hlutir eru uppákomur fremur en fastar.

Hugmynd sem fer illa saman við þrívíða sjón mannsins, sýn sem líkt og auga ljósmyndavélarinnar, færir okkur einungis fastmótað yfirborð heimsins.

Anna Maggý (f. 1995) er ljósmyndari og leikstjóri búsett í Reykjavík og fjallar í fjölþættum verkum sínum um efnisleika, félagslega uppbyggingu og mörk þeirra. Með því að nota miðla eins og myndband, klippimyndir, innsetningar og fyrst og fremst ljósmyndun kannar Anna skurðpunktinn milli veruleika og drauma, hins áþreifanlega og óáþreifanlega, og rammar oft inn listrænan boðskap sinn með sjónarhorni undirmeðvitundarinnar. Hún stundaði nám við Ljósmyndaskólann í Reykjavík frá 2015 til 2018. Síðan þá hefur hún þróað verk sín sem einkennist af sjónrænni frásögn og nýstárlegum aðferðum sem spyrja spurninga um skynjun veruleikans.

Nýlegar sýningar hennar eru meðal annars Ár-farvegur í Þulu, Reykjavík (2024), Avoiding Death and Birth í Þulu (2022–23) og Urgent Experiments on Reality í Ásmundarsal (2022). Aðrar sýningar sem vert er að nefna eru meðal annars On Display í Nýlistasafninu (2022), CAN I BORROW YOUR EYES í Flak, Patreksfirði (2021) og The Perfect Body í Þulu (2021).

Verk Önnu Maggýar hafa verið sýnd á listamessunum CHART Art Fair í Kaupmannahöfn 2023, Los Angeles Art Show 2023 og Market Art Fair í Stokkhólmi 2025. Verk hennar hafa vakið alþjóðlega athygli, meðal annars í Vogue Italia, British Vogue, Dazed and Confused, Another Magazine, i-D Magazine og öðrum tímaritum.Á sýningunni nálgast Anna Maggý ljósmyndun öðruvísi en vanalega. Hér eru ekki fyrirfram ákveðin myndefni heldur skapar hún ferli með efnum og ljósi og leyfir organísku samspili þeirra að ráða ferð.

Listamaður: Anna Maggý

Dagsetning:

05.07.2025 – 10.08.2025

Staðsetning:

Þula

Marshallhúsið, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur14:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5